Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga í útlöndum til að skrá sig hjá borgaraþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 20:49 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. Vísir/Jóhann Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira