Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira