Einmanaleiki er eitthvað sem flestir finna fyrir á einhverju tímabili í lífi sínu, hvort sem að fólk er í sambandi eða einhleypt. Svo er það óttinn við það að vera alltaf einmanna eða að enda einn.
Makamál spurðu lesendur Vísis hvort að þeir óttuðust það að enda einir og tóku alls 2500 manns þá í könnuninni.
Þriðjungur lesenda sögðust aldrei upplifa þennan ótta á meðan 47% lesenda sögðust upplifa hann stundum eða oft. Ef marka má þessar niðurstöður má því ætla að óttinn, við það að enda einn, sé algengari en ekki.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan.
Óttastu það að enda ein/einn?
Oft - 20%
Stundum - 27%
Sjaldan - 19%
Aldrei - 34%
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgunn og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.