Pistill djákna fjarlægður af vefsvæði Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2020 16:57 Jón er búinn að biðja Birgi afsökunar á pistli Guðmundar djákna og býst ekki við því að neinir eftirmálar verði úr þeirri áttinni. visir/vilhelm Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“ Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“
Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira