Kafbátarleitarvél mun sveima yfir Hellu á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2020 20:00 Matthías Sveinbjörnsson forseti Flugmálafélags Íslands, sem stendur fyrir Flughátíðinni á Hellu. Vísir/Magnús Hlynur Dönsk björgunarþyrla frá danska hernum og kafbátaleitarvél verða á sveimi yfir Hellu á morgun sem hluti af dagskrá flughátíðarinnar „Allt sem flýgur“ um helgina. Hátíðin á Hellu er á vegum Flugmálafélags Íslands en þar koma saman áhugamenn um flug víðs vegar af landinu með flugvélar sínar til að fljúga, bera saman bækur sínar og eiga góða stund með félögunum. Hátíðin er opin öllum. „Við leggjum mikla áherslu á það að vera með sem fjölbreyttasta flota og sýna allt frá drónum og upp í stærri vélar. Það kemur stór kafbátaleitarvél hérna og flýgur yfir svo dæmi sé tekið. Við verðum líka með þyrlur, svifflugur, paramótor og ég veit ekki hvað og hvað, það verður ýmislegt í boði. Það er mikill áhugi á flugi í landinu og ég held reyndar að flugáhugi hafi alltaf verið mjög mikill hjá þjóðinni og Íslendingar eru einhverra hluta vegna mjög mikil flugþjóð,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands Mattías segir að það verði bannað að ræða kórónuveiruna á flughátíðinni á Hellu. „Já, við reynum að nota þessa daga til að gleyma henni en pössum samt upp á sóttvarnir og allt sem tengist því en þessa dagana ætlum við bara að reyna að lifa lífinu án veirunnar.“ Þrátt fyrir að Sveinbjörn Darri, sonur Mattíasar sé ekki nema fjórtán ára þá er hann forfallinn áhugamaður um flugvélar og verður að sjálfsögðu á flughátíðinni á Hellu. „Það er ekkert annað sem ég hef haft mikinn áhuga á, þetta er bara svo skemmtilegt áhugamál, að vera upp í flugvél og hafa geggjað útsýni, það er mjög skemmtilegt,“ segir Matthías. Rangárþing ytra Fréttir af flugi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Dönsk björgunarþyrla frá danska hernum og kafbátaleitarvél verða á sveimi yfir Hellu á morgun sem hluti af dagskrá flughátíðarinnar „Allt sem flýgur“ um helgina. Hátíðin á Hellu er á vegum Flugmálafélags Íslands en þar koma saman áhugamenn um flug víðs vegar af landinu með flugvélar sínar til að fljúga, bera saman bækur sínar og eiga góða stund með félögunum. Hátíðin er opin öllum. „Við leggjum mikla áherslu á það að vera með sem fjölbreyttasta flota og sýna allt frá drónum og upp í stærri vélar. Það kemur stór kafbátaleitarvél hérna og flýgur yfir svo dæmi sé tekið. Við verðum líka með þyrlur, svifflugur, paramótor og ég veit ekki hvað og hvað, það verður ýmislegt í boði. Það er mikill áhugi á flugi í landinu og ég held reyndar að flugáhugi hafi alltaf verið mjög mikill hjá þjóðinni og Íslendingar eru einhverra hluta vegna mjög mikil flugþjóð,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands Mattías segir að það verði bannað að ræða kórónuveiruna á flughátíðinni á Hellu. „Já, við reynum að nota þessa daga til að gleyma henni en pössum samt upp á sóttvarnir og allt sem tengist því en þessa dagana ætlum við bara að reyna að lifa lífinu án veirunnar.“ Þrátt fyrir að Sveinbjörn Darri, sonur Mattíasar sé ekki nema fjórtán ára þá er hann forfallinn áhugamaður um flugvélar og verður að sjálfsögðu á flughátíðinni á Hellu. „Það er ekkert annað sem ég hef haft mikinn áhuga á, þetta er bara svo skemmtilegt áhugamál, að vera upp í flugvél og hafa geggjað útsýni, það er mjög skemmtilegt,“ segir Matthías.
Rangárþing ytra Fréttir af flugi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira