Mótmælendur krefjast þess að Serbíuforseti ríghaldi í Kósovó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 13:28 Mótmælin hófust fyrr í vikunni vegna mikillar óánægju með viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur krefjast nú afsagnar forsetans og að hann sleppi ekki takinu af Kósovó. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel. Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel.
Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24