LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 10:00 LeBron er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. getty/Harry How LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. Á dögunum var greint frá því að leikmenn deildarinnar fengju að velja sér skilaboð aftan á treyju sína til stuðnings við réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum. Svipað og við sáum þegar enska úrvalsdeildin hófst aftur í júní, en þá var „Black Lives Matter“ aftan á treyju leikmanna í stað eftirnafns í fyrstu tveimur umferðunum. Í NBA fá leikmenn að velja sér skilaboð eftir ákveðnum lista, þar er hægt að velja skilaboð eins og „Equality“, „Freedom“, „Vote“, „Power to the People“ og að sjálfsögðu „Black Lives Matter“. LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, ætlar hinsvegar ekki að bera slík skilaboð. „Ég þarf ekki að hafa einhver skilaboð aftan á treyjunni minni til að fólk viti hvað ég stend fyrir,“ segir James. „Þetta er engin vanþóknun á listanum sem við fengum. Ég mun styðja alla sem ákveða að setja eitthvað aftan á treyjuna. Þetta er bara eitthvað sem fer ekki saman við mína baráttu og mín gildi.“ „Ég hefði viljað hafi eitthvað að segja um hvað ég gæti valið aftan á treyjuna, ég var með ýmislegt í huga en ég var ekki hluti af því ferli, sem er allt í góðu,“ sagði James en leikmenn þurftu að velja skilaboð af samþykktum lista NBA-deildarinnar. Það er þó ekki skylda að bera slík skilaboð og ætlar LeBron að vera með nafnið sitt á sinni treyju, líkt og vanalega. NBA-deildin fer aftur af stað þann 30. júlí í Disneylandi í Orlando. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. Á dögunum var greint frá því að leikmenn deildarinnar fengju að velja sér skilaboð aftan á treyju sína til stuðnings við réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum. Svipað og við sáum þegar enska úrvalsdeildin hófst aftur í júní, en þá var „Black Lives Matter“ aftan á treyju leikmanna í stað eftirnafns í fyrstu tveimur umferðunum. Í NBA fá leikmenn að velja sér skilaboð eftir ákveðnum lista, þar er hægt að velja skilaboð eins og „Equality“, „Freedom“, „Vote“, „Power to the People“ og að sjálfsögðu „Black Lives Matter“. LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, ætlar hinsvegar ekki að bera slík skilaboð. „Ég þarf ekki að hafa einhver skilaboð aftan á treyjunni minni til að fólk viti hvað ég stend fyrir,“ segir James. „Þetta er engin vanþóknun á listanum sem við fengum. Ég mun styðja alla sem ákveða að setja eitthvað aftan á treyjuna. Þetta er bara eitthvað sem fer ekki saman við mína baráttu og mín gildi.“ „Ég hefði viljað hafi eitthvað að segja um hvað ég gæti valið aftan á treyjuna, ég var með ýmislegt í huga en ég var ekki hluti af því ferli, sem er allt í góðu,“ sagði James en leikmenn þurftu að velja skilaboð af samþykktum lista NBA-deildarinnar. Það er þó ekki skylda að bera slík skilaboð og ætlar LeBron að vera með nafnið sitt á sinni treyju, líkt og vanalega. NBA-deildin fer aftur af stað þann 30. júlí í Disneylandi í Orlando.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira