Hús í miðborginni svo vanrækt að hætta stafar af Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:06 Hið glæsilega Esjuberg við Þingholtsstræti hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Skjáskot Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur segja að hætta stafi af tugum húsa í hverfinu sem staðið hafa auð og vanrækt svo áratugum skipti. Samtökin skora á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þannig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu samtakanna sem send var fjölmiðlum í dag. „Í miðborg Reykjavíkur eru tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra er subbulegt og óheilsusamlegt og ítrekað hefur kviknað í þeim og hefur það sett nærliggjandi byggð í hættu,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. „Ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa eru sjálfsagt margvíslegar en núverandi ástand er óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa, auk þess sem komið er í veg fyrir að þau nýtist til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi og einnig eru sum þeirra aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlit að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð.“ Steinbærinn að Klapparstíg 19 var byggður 1879.Skjáskot Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórsgötu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholtsstræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á myndinni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókasafnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggvagötuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrirætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingarfélags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögufræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Tengd skjöl midborginPDF670KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira