Hittu loksins fjölskyldur sínar eftir fjögurra mánaða fjarveru í miðjum heimsfaraldri Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 22:01 Fjöldi fjölskyldna biðu við höfnina þegar Dettifoss sigldi að höfn. Stöð 2 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“ Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“
Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent