Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu? Páll Steingrímsson skrifar 14. júlí 2020 10:15 Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar