Chelsea sagt tilbúið að eyða hundrað milljónum evra í Oblak Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 08:00 Jan Oblak i leik með Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Hann er hér á undan Mohamed Salah í boltann. EPA-EFE/PETER POWELL Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Spænska blaðið AS slær því upp að Chelsea sé tilbúið að borga hundrað milljónir evra fyrir slóvenska markvörðinn Jan Oblak hjá Atletico Madrid. Það gera 90,7 milljónir punda og sextán milljarðar íslenskra króna. Það eru bara tæp tvö ár síðan að Chelsea borgaði 80 milljónir evra fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga en Kepa hefur ekki staðið undir væntingum á Stamford Bridge. Chelsea gerði Kepa þá að dýrasta markverði fótboltasögunnar og hann er það ennþá. Kepa Arrizabalaga sló þá metið sem Alisson Becker átti um tíma. Chelsea are reportedly willing to offer 100m euros (£90.7m) for Atletico Madrid keeper Jan Oblak.Latest transfer rumours: https://t.co/1iW3hFksO9 pic.twitter.com/LSQ6NpVAE0— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2020 Kepa Arrizabalaga gæti vissulega verið hluti af kaupunum á Oblak en Chelsea mun væntanlega losa sig við hann kaupi félagið nýjan aðalmarkvörð. Með því gæti Lundúnafélagið lækkað kaupverðið verulega. Frank Lampard vill greinilega breyta um markvörð og það eru fáir betri markverðir í heiminum en einmitt hinn 27 ára gamli Jan Oblak. Jan Oblak er tveimur árum eldri en Kepa Arrizabalaga sem skiptir þó minna máli í tilfelli markvarða. 27 ár er enginn aldur fyrir markvörð og Jan Oblak ætti að eiga sín bestu ár eftir. Atlético Madrid hefur engan áhuga á því að missa Jan Oblak en það eru hins vegar mjög miklir peningar í boði fyrir hann á erfiðum tímum. Jan Oblak skrifaði undir nýjan samning árið 2019 og rennur hann ekki út fyrr en árið 2023. Það er hægt að kaupa upp samninginn hans fyrir 120 milljónir evra sem er ekki mjög langt frá því sem Chelsea virðist vera tilbúið að borga fyrir hann.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira