Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2020 20:00 Kristófer Oliversson er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. EINAR ÁRNASON Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02