„Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2020 22:45 Pétur Pétursson er þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara. vísir/vilhelm „Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag í 1-1 jafntefli gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar.” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig.” Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
„Við erum manni færri í 90 mínútur. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði. Þær sýndu það í dag að þær geta spilað vörn líka, ekki bara sókn. Mér fannst mínir leikmenn bara vera frábærir inni á vellinum í dag,” sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals um frammistöðuna hjá sínu liði í dag í 1-1 jafntefli gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna. Valsliðið var manni færri í 90 mínútur og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í stig. Elísa Viðarsdóttir gaf víti og fékk í kjölfarið rautt spjald á fyrstu mínútu leiksins þegar hún braut á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen. Þetta er allavega ekki besta leiðin til að byrja fótboltaleik. „Það hefði ekki getað verið verra en svona skeður í fótbolta stundum.” Valskonur áttu fleiri í leiknum en náðu ekki að nýta færin og þurftu í lokinn að sætta sig við eitt stig. Það væri samt skrítið að vera ósáttur með stig þegar maður er að spila manni færi í 90 mínútur. „Við getum svo sem alveg verið gráðugir. Við áttum góða möguleika í fyrri hálfleik á að setja tvö mörk en stundum tekst það en það tókst ekki í dag.” Pétur beið í rúmlega 20 mínútur með að gera breytingu á liðinu sínu eftir rauðaspjaldið. Fylkir skoruðu á meðan Valur var ennþá að spila með 3 varnarmenn en eftir markið setti Pétur hana Málfríði Önnu inná til að leysa hægri bakvarðarstöðuna og eftir það var lítið af færum hjá Fylki. „Ég tók smá séns. Við vorum að sækja fram á við á þessum kafla eftir að við urðum tíu. Við fundum opnanir og vorum að skapa færi. Þetta er alltaf spurning hvort að maður á að gera þetta strax eða ekki. Ég tek það bara á mig að ég hefði átt að gera það strax. Eftir leikinn veit ég það en maður svona oftast eftir leikinn.” Elín Metta Jensen var oft að ná boltanum í seinni hálfleik á hættulegum svæðum en hún var alltaf ein. Pétur var samt ekki sammála því að hans konur hafi verið sprungnar undir lok leiksins. „Þær hlaupa og hlaupa endalaust fyrir tvo út um allan völl. Það er bara erfitt á móti góðu liði eins og Fylki.” „Við vorum ekkert sprungar. Við vorum alveg þreyttar en ekkert sprungnar.” Pétur nýtti ekki seinusta skiptingagluggann sinn fyrr en bara rétt fyrir uppbótartímann þegar hann setti Bergdís Fanneyju og Ídu Marín inná. Það vakti athygli hjá sumum miðað við hvað sumir leikmenn Valsliðsins voru orðnar þreyttar. „Við höfðum kannski ekki mikla möguleika. Við þurftum að skipta útaf rauða spjaldinu og síðan meiðist Dóra María. Við áttum þá bara skiptingu eftir fyrir tvær eða þrjár skiptingar. Skipulagið var þó í lagi. Við vissum að það voru einhverjar tæpar svo við gátum eiginlega ekki gert neitt í skiptingum fyrr en í restina.” Það heyrðist dálítið úr Valsstúkunni um að leikmenn Fylkis væru að láta sig detta mikið. Pétur var ekki sammála því tuði. „Fólk dettur í fótbolta, er það ekki bara týpískt?” Einhverjir í Valsliðinu vildu víti í fyrri hálfleik þegar Hlín Eiríksdóttir féll í teignum þegar hún var við það að taka skot. Atvikið var ekki alveg ólíkt því sem átti sér stað þegar Elísa fékk rauða spjaldið í upphafi leiks. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta víti. Mér fannst þetta vera víti frá mínu sjónarhorni, af því að hún var komin í færi og hún togar í hana. Það er rautt spjald og víti í mínum augum.” Valur mætir Breiðablik í næstu umferð í einum af mikilvægari leikjum tímabilsins. Pétur vildi ekki gera of mikið úr stórleik næstu umferðar. „Þetta eru allt saman stórir leikir.” Breiðablik misstu hálfpartinn titillinn í fyrra með einu svona klafalegu jafntefli á heimavelli en annars misstu þessi lið bara stig í sínum innbyrðis leikjum sínum. Pétur vill ekki meina að leikskipulagið verði öðruvísi í leiknum á þriðjudaginn útaf jafnteflinu hér í kvöld. „Nei nei, við erum bara að fara að spila á móti sterku liði í Kópavoginum og maður mætir Steina vini sínum og það er bara þannig.”
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Víti, rautt spjald og tvö mörk Valur og Fylkir eru enn taplaus í Pepsi Max-deild kvenna eftir leik liðanna á Origo-vellinum í kvöld sem var mikil skemmtun. 15. júlí 2020 22:30