Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 06:45 Smitum fækkaði verulega milli vikna. Vísir/Getty Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. Í 17 af 20 af héruðum landsins sýnir tölfræðin að smitum fer ört fækkandi en aðeins þrjú héruð uppfylltu viðmið norskra heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens gang þar sem farið er yfir stöðuna í Svíþjóð. Þar kemur fram að vikuna 22. til 28. júní voru 1.126 ný smit skráð í landinu á hverjum degi en tveimur vikum seinna voru þau að meðaltali fjögur hundruð. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, sem voru talsvert frábrugðin viðbrögðum í nágrannalöndunum, hafa vakið nokkra athygli. Félagsforðun var ekki höfð í öndvegi, leik- og grunnskólum var ekki lokað og útgöngubann ekki innleitt. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út það viðmið fyrir Norðurlöndin og lönd innan Schengen að aðeins tuttugu smit greinist á hverja 100 þúsund íbúa á tveggja vikna tímabili svo staðan sé ásættanleg. Það þýðir að í Svíþjóð þurfa ný smit að vera færri en 147 á hverjum degi og því er enn töluvert í land. Í yfirferð VG segir að síðasta vika júnímánaðar hafi verið ein sú versta í Svíþjóð hvað varðar fjölda smita. Þá hafi 76,2 á hverja 100 þúsund íbúa greinst með veiruna. Í síðustu viku varð töluverð breyting þar á þegar 27,1 á hverja 100 þúsund greindust með veiruna og náðu tólf héruð þeim áfanga að halda fjöldanum undir 20 á hverja 100 þúsund í þeirri viku. Flest héruð hafa náð að auka getu sýna hvað varðar sýnatökur sem gæti leitt til þess að fleiri smit greinist hverju sinni. Líkt og segir í frétt VG er líklegt að fleiri smit greinist þegar afkastagetan í sýnatökum eykst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23 Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45 Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. 30. maí 2020 20:23
Tegnell ítrekað hótað lífláti Lögregla í Svíþjóð reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað sóttvarnalækni landsins, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að ráðst gegn Tegnell og fjölskyldu hans. 26. maí 2020 12:45
Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. 3. júní 2020 11:47