Alvarlegur skortur á krabbameinslyfjum ekki einsdæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 11:32 Hafdís segir að reglulega komi upp lyfjaskortur fyrir konur sem lokið hafa meðferði við brjóstakrabbameini. Aðsend/Egill Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“ Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“
Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira