Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40% Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum. Vinnuálag heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir sýnatöku við landamærin hefur verið mikið og eykst í fjarveru Íslenskrar erfðagreiningar. Nokkur breyting þar á verður þó með nýjum reglum Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. „Það mun örugglega létta töluvert á sýnatökuálaginu. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hvað það er mikið en það gæti orðið kannski í kringum 40% eins og staðan er núna en svo kann það að breytast á næstu dögum og vikum.“ Sú þekking og reynsla sem teymi sóttvarnalæknis hefur öðlast með skimum á landamærunum frá 15. júní sýnir, að sögn Þórólfs, að áhættan við að hætta skimun farþega frá umræddum löndum sé í lágmarki. „Við byggjum það á upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandins. Þeim er að takast mjög vel til og ný smit eru í lágmarki, og nánast á pari við okkur hér, þannig að ég held að við séum ekki að taka neina stóra áhættu með því“. Reynslan sýni líka að mikil smithætta sé af Íslendingum vegna tengslanets og nándar. Svokölluð heimkomusmitgát sé því sennilega komin til að vera. „Vegna þess að þeir hafa mikið tengslanet og umgangast mjög marga og geta þannig smitað mjög marga ef þeir eru smitandi þannig að við erum að beina sjónum okkar sérstaklega að þeim Íslendingum sem eru að koma frá áhættulöndum. Við viljum setja þá í skimun og þessa svokölluðu heimkomusmitgát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sautján vélar til Keflavíkur í dag Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. 16. júlí 2020 07:45
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum