Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14. Sýnt var beint frá fundinum hér á Vísi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og Covid-19 hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.
Upptöku af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Þá má finna beina textalýsingu af fundinum hér fyrir neðan.