47 laxa holl í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2020 14:13 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið. Stangveiði Mest lesið Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið ágæt síðustu daga eftir að vestan áttin gekk niður og það er töluvert af laxi að ganga. Holl sem lauk veiðum í gær endaði með 47 laxa á þremur dögum en fyrstu þrjár vaktirnar voru frekar rólegar vegna vestanáttar sem þykir ekki beint besta vindáttinn á vesturlandi. Um leið og veður breyttist fór takan í gang og niðurstaðan er mjög góð eða 47 laxar hjá hollinu. Það er töluvert að ganga í ánna samkvæmt teljaranum eða 50-100 laxar á dag en þess fyrir utan fer nokkuð af laxi upp fossinn Skugga. Um 200 laxar eru komnir á Fjallið og þar eru fyrstu laxarnir þegar farnir að veiðast. Það sem er að gefa best í ánni eru smáflugurnar í stærðum 16-18. Langá er í frábæru vatni og miðað við hvað það virðist vera mikið af laxi að ganga er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á sumarið.
Stangveiði Mest lesið Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði