Eystri Rangá fyrst yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2020 14:24 Mynd: Jóhann Davíð Snorrason Veiðin í Eystri Rangá hefur verið ein sú almesta frá því að slepingar hófust í ánna en áinn er sú fyrsta til að fara yfir 1.000 laxa á þessu sumri. Hún gerir nú reyndar gott betur en að fara yfir 1000 laxa því heildarveiðin í henni er komin í 1.572 laxa eftir mokveiði síðustu daga. Það vantaði ekki nema tæpa 100 laxa til að áinn færi í 1.000 laxa viku og það er samkvæmt okkar heimildarmönnum við bakkann ekkert lát á göngum. Bátsvaðið hefur suma daga verið svo loðið af laxi að það var erfitt að kasta út flugu án þess að setja í lax. Ein vakt fyrir fáum dögum skilaði til að mynda um 40 löxum á land. Eðlilega þegar svona vel veiðist er mikil eftirspurn eftir veiðileyfum og það eru margir að nýta tækifærið þegar það eru nokkrir lausir dagar sem falla ónýttir vegna forfalla erlendra veiðimanna til að skjótast í Eystri til að taka þátt í þeirri veislu sem að svo stöddu ekkert virðist ætla að gefa eftir. Næstu fjórar vikur gætu orðið mjög áhugaverðar en það er hækkandi straumur og líklegt að stærsta gangan gæti jafnvel verið ókomin ennþá, Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið ein sú almesta frá því að slepingar hófust í ánna en áinn er sú fyrsta til að fara yfir 1.000 laxa á þessu sumri. Hún gerir nú reyndar gott betur en að fara yfir 1000 laxa því heildarveiðin í henni er komin í 1.572 laxa eftir mokveiði síðustu daga. Það vantaði ekki nema tæpa 100 laxa til að áinn færi í 1.000 laxa viku og það er samkvæmt okkar heimildarmönnum við bakkann ekkert lát á göngum. Bátsvaðið hefur suma daga verið svo loðið af laxi að það var erfitt að kasta út flugu án þess að setja í lax. Ein vakt fyrir fáum dögum skilaði til að mynda um 40 löxum á land. Eðlilega þegar svona vel veiðist er mikil eftirspurn eftir veiðileyfum og það eru margir að nýta tækifærið þegar það eru nokkrir lausir dagar sem falla ónýttir vegna forfalla erlendra veiðimanna til að skjótast í Eystri til að taka þátt í þeirri veislu sem að svo stöddu ekkert virðist ætla að gefa eftir. Næstu fjórar vikur gætu orðið mjög áhugaverðar en það er hækkandi straumur og líklegt að stærsta gangan gæti jafnvel verið ókomin ennþá,
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði