Fékk fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:42 Skallagrímur leikur í 4. deild karla. mynd/facebook síða knattspyrnudeildar skallagríms Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að beita leikmann Berserkja kynþáttaníð í leik liðanna í 4. deild karla á föstudaginn var. Bannið tekur gildi nú þegar. Atli Steinar má heldur ekki mæta á leikvöll Skallagríms á meðan banninu stendur. Þá fékk knattspyrnudeild Skallagríms 100 þúsund króna sekt vegna ummæla Atla Steinars. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar leikmanni Berserkja að „drullast aftur til Namibíu“ og kallaði hann apa. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag var tekin fyrir greinargerð sem barst frá Ólafi Brynjari Bjarkasyni sem var aðstoðardómari í leik Skallagríms og Berserkja á föstudaginn. Hún var eftirfarandi: Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu. Knattspyrnudeild Skallagríms fékk tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir að hafa fengið greinargerðina, sem og hún gerði. Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram. Skallagrímur segir að leikmaðurinn hafi brotið af sér á óafsakanlegan hátt og vonast til að hann læri af reynslunni, leiti sér aðstoðar og nýti keppnisbannið til að vinna úr sínum málum. Skallagrímur setti Atla Steinar í æfingabann meðan mál hans var á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Dóm aga- og úrskurðarnefndar KSÍ má lesa með því að smella hér.
Í leik Skallagríms og Berserkja þann 10.7 2020 átti sér stað eftirfarandi atvik. Á uþb mínútu 50 í leiknum kallaði leikmaður Berserkja númer 17 Gunnar Jökull Johns á dómara leiksins Twana Khalid Ahmad og ásakaði leikmann Skallagríms númer 15 Atla Stein Ingason um að hafa kallað sig apa og sagt sér að fara aftur heim til Namibíu. Taka skal fram að Gunnar Jökull er dökkur á hörund. Enginn úr dómaratríói leiksins heyrði ummælin og því hélt leikurinn áfram án agarefsingar fyrir Atla Stein. Eftir leikinn létu leikmenn og liðstjórn Berserkja í ljós eindregna ósk sína að ummælanna yrði getið í skýrslu um leikinn. En þar sem enginn af dómurum heyrði ummælin þá var það ekki gert heldur ákveðið, í samráði við yfirmann dómaramála hjá KSÍ Magnús Má Jónsson, að skrifa lýsingu á atburðinum og senda til KSÍ. Sem er hér með gert. Ég vil einnig taka fram að þjálfari, nokkrir leikmenn og framkvæmdarstjóri Skallagríms voru mjög samvinnufúsir í málinu og voru tilbúnir að vinna með dómurum leiksins eða KSÍ til að komast til botns í málinu.
Varðandi greinargerð Ólafs Brynjars Bjarkasonar aðstoðardómara þá gerir stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms aðeins minniháttar athugasemdir við hana til að gæta fyllstu nákvæmni. Eftir því sem okkur er best kunnugt, þá notaði leikmaður Skallagríms orðið apaköttur en ekki api og nafn hans er Atli Steinar Ingason. Þá tökum við undir niðurlag greinargerðar Ólafs þar sem hann segir að forráðamenn Skallagríms hafi verið mjög samvinnufúsir í málinu, en hann ræddi við formann knattspyrnudeildar en ekki framkvæmdastjóra að leik loknum. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms hefur lýst því yfir að hún muni ekki líða það að leikmenn viðhafi ummæli sem fela í sér kynþáttafordóma og hefur tvívegis gefið út formlegar yfirlýsingar þar sem þetta er árréttað. Við lítum því svo á að okkar afstaða hafi komið skýrt fram.
Íslenski boltinn Skallagrímur KSÍ Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35