Katrín Tanja tekur á því: Ég dó næstum því eftir þessa æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti langan tíma til að jafna sig eftir æfinguna sem var reyndi mikið á hana. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT CrossFit Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT
CrossFit Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn