Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 17. júlí 2020 07:13 Mikið vatnsveður var og er á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Veðurstofan Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs. Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55