Viltu geta horft á manneskjuna sem þú ert að stunda kynlíf með eða kýstu það að hafa slökkt ljósin og jafnvel lokuð augun?
Sumir segja það að horfa í andlit og á líkama manneskjunnar sé órjúfanlegur partur af örvun í kynlífi. Svo eru það aðrir sem segjast upplifa meiri skynjun og örvun með því að sjá ekki neitt.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort munur sé á því hvort að fólk kjósi að hafa kveikt eða slökkt ljós ef það er að stunda kynlíf með makanum sínum eða í einnar nætur gamni.
Spurningu vikunnar er beint bæði að fólki sem er í sambandi og fólki sem er einhleypt.
Viltu hafa ljósin kveikt eða slökkt þegar þú stundar kynlíf?
Tekið skal fram að þegar átt er við kveikt ljós er einnig átt við dempaða lýsingu.
Við veltum því fyrir okkur hvort að það sé einhver greinanlegur munur á svörum kynjanna við þessari spurningu svo að þessu sinni er könnunin kynjaskipt.