Sakfelldur þrátt fyrir skýringar um „harkalegt kynlíf“, ýkjur og nýrnasteina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:42 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira