Geta sótt um lán til að endurgreiða ferðir í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér vegna pakkaferða sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sjóðurinn var settur á fót þar sem ekki allar ferðaskrifstofur hér á landi hafa getað staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfaraldursins. Sjóðnum er ætlað að veita umræddum ferðaskrifstofum lán til þess að standa skil á endurgreiðslum til neytenda og tryggja rétt þeirra, auk þess að aðstoða ferðaskrifstofur sem standa höllum fæti vegna erfiðs rekstrarumhverfis um þessar mundir. Samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins hefur EFTA yfirfarið og samþykkt ráðstöfunina. „Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum. Lánunum skal eingöngu ráðstafað til að endurgreiða ferðamönnum lögboðnar endurgreiðslukröfur á hendur ferðaskrifstofum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamálastofa mun taka við og afgreiða lánsumsóknir fyrir hönd sjóðsins og hefur eftirlit með framkvæmd laganna um hann. Þá hefur ferðamálaráðherra hafið undirbúning þess að leggja af núverandi tryggingakerfi með því að setja á stofn tryggingasjóð sem ætlað er að sjá um að tryggja neytendum endurgreiðslur komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Neytendur Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt stofnun Ferðaábyrgðasjóðs í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum í byrjun næstu viku og hafist handa við að greiða endurgreiðslukröfur á hendur sér vegna pakkaferða sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sjóðurinn var settur á fót þar sem ekki allar ferðaskrifstofur hér á landi hafa getað staðið undir lögboðnum endurgreiðslum á pakkaferðum sem hefur verið aflýst eða þær afbókaðar vegna heimsfaraldursins. Sjóðnum er ætlað að veita umræddum ferðaskrifstofum lán til þess að standa skil á endurgreiðslum til neytenda og tryggja rétt þeirra, auk þess að aðstoða ferðaskrifstofur sem standa höllum fæti vegna erfiðs rekstrarumhverfis um þessar mundir. Samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins hefur EFTA yfirfarið og samþykkt ráðstöfunina. „Ferðaskrifstofur munu geta sótt um lán hjá sjóðnum sem nemur ógreiddum endurgreiðslukröfum. Lánunum skal eingöngu ráðstafað til að endurgreiða ferðamönnum lögboðnar endurgreiðslukröfur á hendur ferðaskrifstofum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamálastofa mun taka við og afgreiða lánsumsóknir fyrir hönd sjóðsins og hefur eftirlit með framkvæmd laganna um hann. Þá hefur ferðamálaráðherra hafið undirbúning þess að leggja af núverandi tryggingakerfi með því að setja á stofn tryggingasjóð sem ætlað er að sjá um að tryggja neytendum endurgreiðslur komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Neytendur Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira