Enski boltinn

Vonast til að áhorfendur geti mætt aftur á leiki í október

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómlegt hefur verið um að lítast í stúkum fótboltavalla á Englandi undanfarnar vikur.
Tómlegt hefur verið um að lítast í stúkum fótboltavalla á Englandi undanfarnar vikur. vísir/getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að áhorfendur geti byrjað að mæta aftur á fótboltaleiki í október.

Leikið hefur verið fyrir luktum dyrum undanfarnar vikur, eða eftir að keppni hófst á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Tímabilið 2020-21 hefst um mánaðarmótin ágúst september og ljóst er að fyrstu leikir þess fara fram án áhorfenda. Vonast er til að fólk geti mætt á völlinn frá og með október.

„Þá stefnum við á að leyfa fólki aftur að mæta á leikvanga í október. En þetta verður að gerast með öruggum hætti og eftir nokkrar prufur,“ sagði Johnson í ávarpi sínu í Downingsstræti tíu í dag.

Rúmlega 45 þúsund manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi undanfarna mánuði.

Klippa: Áhorfendur gætu mætt aftur á fótboltaleiki í október



Fleiri fréttir

Sjá meira


×