Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2020 19:01 Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira