Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 12:02 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“ Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“
Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45