Mikilvægt að málin séu leyst við samningaborðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 18:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst ánægð með að FFÍ og Icelandair hafi náð saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09