„Djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 10:30 Sigríður, Friðrik, Ingólfur og Sverrir fá reglulega beiðnir um að flytja lagið Ja ja Ding Dong. „Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020 Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Matur Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020
Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina Matur Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira