Löppin blá og marin: „Þetta var glórulaus tækling“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 14:04 Hulda Hrund Arnarsdóttir fékk vænt högg á fótinn í leik gegn Val í síðustu viku. mynd/samsett „Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira