Man City við það að kaupa varnarmann Bournemouth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:00 Nathan Aké mun að öllum líkindum leika í ljósbláu á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira