Brýna fyrir fólki að vera heima er titillinn fer á loft: „Besta sætið í húsinu er stofan“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 09:30 Hópur stuðningsmanna Liverpool safnaðist saman við Anfield og fagnaði Englandsmeistaratitlinum er ljóst var að félagið hafði tryggt sér titilinn. VÍSIR/GETTY Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“ Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira