Íslenski boltinn

Eiður í starfi hjá FH og KSÍ: „Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tómas Ingi Tómasson og Atli Viðar fóru yfir KSÍ, Eið Smára og FH í gær.
Tómas Ingi Tómasson og Atli Viðar fóru yfir KSÍ, Eið Smára og FH í gær. vísir/skjáskto

Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ.

Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins.

Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ.

„Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi.

„Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“

„Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“

„Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“

Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér.

„Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar.

Alla umræðuna má sjá hér að ofan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ

Tengdar fréttir

Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ

Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×