Eiður í starfi hjá FH og KSÍ: „Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Tómas Ingi Tómasson og Atli Viðar fóru yfir KSÍ, Eið Smára og FH í gær. vísir/skjáskto Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni sögðu að KSÍ þyrfti að hætta í feluleik og koma með skýringar á því hvað störf starfsmenn sambandsins mega vinna og hvort þeir megi vinna önnur starf innan fótboltans á Íslandi á meðan þeir eru í starfi hjá KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í síðustu viku ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni en einnig er hann aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins. Eitthvað kurr hefur verið í knattspyrnuhreyfingunni vegna þess en dæmi eru um að þjálfarar hafi ekki mátt sinna störfum í aðildarfélögunum væru þeir í starfi hjá KSÍ. „Mér finnst einfaldast KSÍ vegna að þeir setji eitthvað fram og segi: Svona er þetta. Svona verður þetta og punktur þar á eftir. Þá er búið að leysa þetta mál og þarf ekki að vera ræða um þetta á öllum samfélagsmiðlum,“ sagði Tómas Ingi. „Ef Eiður er ekki í fullu starfi þarna, þá sé það í lagi og hann geti þá þjálfað FH, þá á bara að segja það. Punktur á eftir. Þá eru þeir lausir allra mála, til þess að gera þetta mjög einfalt. Ekki vera með neina skugga og ský yfir þessu. Bara hafa hreint borð.“ „Mér finnst að KSÍ ætti að koma fram og svara þessu afdráttarlaust. Hins vegar held ég að það sé þannig að það er stórkostlegt að fá hann inn í deildina og fyrir fótboltann í landinu en það eiga engar sér reglur að gilda fyrir hann.“ „Það þarf að vera lína en það er skýrt að hann er ekki í fullu starfi hjá sambandinu. Hann er í hluta starfi sem aðstoðarþjálfari U21 svo hvaða aðrar leiðir hann finnur sér til að vinna sér inn fyrir mat á borðið, það er honum í sjálfsvald sett. Það gilda önnur viðmið fyrir þá sem eru í fullu starfi hjá sambandinu. Mér finnst það ætti bara koma út og þar af leiðandi punktur á eftir efninu.“ Atli Viðar bætti svo við að umræðan um að Eiður Smári forgangsraði nú leikmenn úr FH sé umræða sem eigi ekki rétt á sér. „Svo finnst mér umræðan um hagsmunaárekstra; mér finnst sú umræða á lágu plani. Mér finnst í rauninni verið að efast um heilindi Eiðs Smára þegar talað er um að hann sé að fara hygla sínum leikmönnum eða eitthvað slíkt. Mér finnst það dæma sig sjálft,“ sagði Atli Viðar. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Eið Smára, FH og KSÍ
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH KSÍ Tengdar fréttir Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48 Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00 Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00 Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. 18. júlí 2020 18:48
Logi hefur stýrt 188 leikjum í deildinni síðan Eiður Smári spilaði þar síðast Eiður Smári Guðjohnsen tók síðasta þátt í íslensku deildinni fyrir 22 árum en nokkrum dögum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku á Englandi. 17. júlí 2020 10:00
Eiður mun áfram starfa fyrir KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen, nýráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, verður áfram aðstoðarþjálfari U21-landsliðs karla líkt og undanfarin misseri. 16. júlí 2020 20:00
Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. 16. júlí 2020 19:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð