107 sm lax úr Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2020 14:21 Mynd: Veiðiþjónustan Strengir Jökla er það veiðisvæði á landinu sem á líklega mest inni en þetta skemmtilega veiðisvæði er að blómstra þessa dagana. Dagsveiðin hefur verið að skila 12-15 löxum á dag sem er ljómandi veiði og það er að sjást lax víða í Jöklu sjálfri sem og hliðaránum. Fyrir nokkrum dögum var stærsta laxinum úr ánni landað úr veiðistaðnum Sájlfheldu en það var 107 sm hrygna sem tóm Snældu. Önnur hrygna veiddist á sama stað og var hún mæld 89 sm. Þessi 107 sm hrygna er því annar laxinn sem veiðist í sumar á landinu sem er 107 sm. Það er lítur vel út með framhaldið í Jöklu en allar líkur á að yfirfallið fari ekki að raska veiðinni fyrr en seinni partinn í ágúst. Jökla er vel þekkt fyrir stóra laxa og það verða vonandi fleiri af þessu kalibera sem taka flugur veiðimanna þar í sumar. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Jökla er það veiðisvæði á landinu sem á líklega mest inni en þetta skemmtilega veiðisvæði er að blómstra þessa dagana. Dagsveiðin hefur verið að skila 12-15 löxum á dag sem er ljómandi veiði og það er að sjást lax víða í Jöklu sjálfri sem og hliðaránum. Fyrir nokkrum dögum var stærsta laxinum úr ánni landað úr veiðistaðnum Sájlfheldu en það var 107 sm hrygna sem tóm Snældu. Önnur hrygna veiddist á sama stað og var hún mæld 89 sm. Þessi 107 sm hrygna er því annar laxinn sem veiðist í sumar á landinu sem er 107 sm. Það er lítur vel út með framhaldið í Jöklu en allar líkur á að yfirfallið fari ekki að raska veiðinni fyrr en seinni partinn í ágúst. Jökla er vel þekkt fyrir stóra laxa og það verða vonandi fleiri af þessu kalibera sem taka flugur veiðimanna þar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði