„Ekki fara sænsku leiðina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 18:06 Sóttvarnalæknir Svíþjóðar, Anders Tegnell, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“ Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga auk þess sem ekkert bendi til þess að sænska hagkerfið hafi komið betur út úr faraldrinum. Hópurinn skrifaði skoðanagrein sem birt var í USA Today í dag og fjalla þeir um mistökin sem voru gerð þegar sænsk yfirvöld ákváðu að fara þá leið sem þau völdu. Eins og þekkt er orðið ákváðu sænsk yfirvöld að bregðast ekki við faraldrinum á jafn afgerandi hátt og mörg önnur ríki, þar á meðal hin Norðurlöndin fjögur, og segja vísindamennirnir það hafa haft alvarlegar afleiðingar. Þeir benda á að mörg önnur ríki hafi farið svipaða leið og Svíþjóð til að byrja með en þegar smitin urðu fleiri og dauðfjöllum fjölgaði hafi mörg þeirra snúið baki við leiðinni, hert á samkomureglum, skyldað fólk til að bera grímur fyrir vitum og svo framvegis. Það hafi sænsk yfirvöld hins vegar ekki gert og þess í stað haldið sig við léttar aðgerðir. Þá hafi óformlegt markmið sænskra heilbrigðisyfirvalda verið að ná hjarðónæmi meðal íbúa en það hafi ekki skilað sér. Tölur sýni að aðeins 10 prósent þjóðarinnar hafi mótefni gegn veirunni sem sé hvergi nærri því nóg til að teljast hjarðónæmi. Auk þess sé dánartíðnin í Svíþjóð sláandi og hún sé hærri en í Bandaríkjunum, sem hafa verið talin hvað verst stödd hvað varðar veiruna: 556 dauðsföll séu í Svíþjóð á hverja milljón íbúa, miðað við 435 í Bandaríkjunum miðað við tölur frá 20. júlí. „Dánartíðnin í Svíþjóð er jafnframt meira en 4,5 sinnum hærri en í hinum fjórum Norðurlöndunum samanlagt – og meira en sjö sinnum hærri miðað við hverja milljón íbúa,“ segir í greininni. „Og þrátt fyrir þetta er áætlunin í grunninn enn sú sama.“ „Við trúum því að hægt sé að læra af Svíþjóð en ekki á þann hátt sem fyrst var talið,“ segir í greininni. „Eins og staðan er núna höfum við sett fordæmi fyrir heiminn um það hvernig á ekki að takast á við faraldur.“ „Vonandi verður til bóluefni. Þangað til þurfum við að þrauka. Og ekki fara sænsku leiðina.“
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16 Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45 „Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19. júlí 2020 18:16
Nýjum smitum fer ört fækkandi í Svíþjóð Fjöldi nýrra smita í flestum héruðum Svíþjóðar er aðeins þriðjungur þess sem hann var fyrir um tveimur vikum síðan. 16. júlí 2020 06:45
„Búið að vera mjög erfitt og ég hef aldrei unnið eins margar vaktir á ævi minni“ Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sænskra sóttvarnaryfirvalda vegna Covid-19 faraldursins en Svíar hafa beitt mun vægari aðferðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til að mynda aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. 25. júní 2020 10:30