Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júlí 2020 19:02 Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“