Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:30 Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi. Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira