Sóttvarnastofnun Evrópu uppfærir íslensku tölurnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2020 08:56 Við lettnesk landamæri. Vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira