Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:51 Í fréttatilkynningu segir að Covid-10 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins. Vísir/Vilhelm Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu. Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu.
Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira