Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:51 Í fréttatilkynningu segir að Covid-10 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins. Vísir/Vilhelm Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu. Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu.
Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira