Stórleikarinn Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles í apríl þegar hann smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Þetta staðfestir talsmaður leikarans í samtali við Daily Telegraph Australia.
„Hann greindist með veiruna í apríl og stuttu síðar var hann lagður inn á sjúkrahús og dvaldi þar í eina viku. Gibson fékk lyfið Remdesivir og hefur síðan þá verið skimaður oft á tíðum og alltaf verið neikvæður,“ segir talsmaður Mel Gibson.
Mel Gibson er 64 ára og hefur leikið í ótal stórmyndum á sínum ferli.