Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:55 Kristinn Steindórsson skoraði tvö mörk gegn Skagamönnum. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9 umferð Pepsi Max deildarinnar. Á Kópavogsvelli fór fram leikur Breiðabliks og Skagamanna. Breiðablik hafði tapað þremur leikjum í röð og ÍA tveimur. Það var því ljóst að mikið væri undir fyrir bæði lið í leik kvöldsins. Það tók ekki nema tíu mínútur að fá fyrsta mark leiksins, Kristinn Steindórsson átti sendingu á Alexander Helga sem skaut í varnarmann en tók sitt eigið frákast og kom þar boltanum í netið. Það leið ekki á löngu þanga til Blikar voru aftur á ferðinni þar átti Gísli Eyjólfsson snildartakta þar sem hann lék Jón Gísla Eyland grátt gaf síðan á Kristinn sem skoraði laglega. Markahrókurinn Thomas Mikkelsen skoraði síðan þriðja mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu frá Höskuldi. Kristinn Steindórsson var síðan aftur á ferðinni þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Blika. Kwame Quee gerðist síðan brotlegur inn í teig þegar reif Viktor Jónsson niður og réttilega var dæmd vítaspyrna, Tryggvi Hrafn minnkaði þá muninn og stóðu þá leikar 4-1 í hálfleik. ÍA byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, eftir tæplega þriggja mínútna leik skoraði Hlynur Sævar Jónsson annað marka Skagamanna eftir góða hornspyrnu Tryggva. Breiðablik fékk síðan vítaspyrnu skömmu eftir mark Hlyns, Thomas Mikkelsen var örruggur sem fyrr á vítapunktinum. Viktor Jónsson skoraði síðan af harðfylgi þegar hann setti góða pressu á Anton Ara en Viktor þurfti að fara útaf eftir markið þar sem ökklinn hans bólgnaði allur upp eftir samstuðið við Anton Ara. Þó ÍA hafi minnkað muninn virtist botninn vera farinn úr þeirra leik og var orðið ljóst að stigin þrjú væru á leið í Kópavoginn. Lokatölur 5-3 í frábærum leik. Af hverju vann Breiðablik? Fyrri hálfleikur Blika var frábær í alla staði, sóknarlega voru þeir frábærir og sköpuðu sér fullt af færum sem skilaði sér í 4 mörkum. Hefði það ekki verið fyrir klaufaleg mistök Kwame Quee sem braut á Viktori inn í teig hefðu Blikarnir verðskuldað farið með hreint lak inn í hálfleikinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Steindórsson var frábær í liði Blika, hann skoraði tvö mjög góð mörk ásamt því að koma að fyrsta marki Blika. Gísli Eyjólfsson er leikmaður sem verður alltaf að vera í Blika liðinu, sóknaraðgerðir Blika fóru flest allar með beinum eða óbeinum hætti í gegnum hann og má þá nefna helst þegar hann lagði upp annað mark Breiðabliks með gabbhreyfingu á Jón Gísla sem sést varla á Íslandi. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍA sérstaklega í fyrri hálfleik var hræðilegur, þeir réðu ekkert við sóknarleik Blika og má þá nefna helst bakverðina báða Jón Gísla Eyland og Aron Kristófer Lárusson sem áttu í miklum vandræðum með hraða leikmenn Breiðabliks. Hvað er framundan? Fyrir verslunarmannahelgi spila bæði lið í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Breiðablik fær Gústa Gylfa og hans lærisveina í Gróttu á Kópavogsvöllinn næstkomandi fimmtudag og á föstudaginn fer Skaginn á Origo völlinn og mæta þar Valsmönnum. Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sitt lið í seinni hálfleik.vísir/bára Jóhannes Karl: Stoltur af dugnaðinum sem strákarnir sýndu í seinni hálfleik Hrafnkell Freyr Ágústsson einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Dr. Football greindi frá því rétt fyrir leik að Bjarki Steinn Bjarkason væri á leið í lið Venezia sem spilar í Seria B á Ítalíu. Jóhannes Karl gat ekki staðfest þær fréttir en útilokaði þó ekki á þær. „Þetta er svakalega skrítin tilfinning. Ég hef tekið þátt í fullt af fótboltaleikjum í gegnum tíðina, mér líður mjög illa en þó er ég líka stoltur af mínu liði hvernig þeir komu inn í erfiðar aðstæður sem þessi seinni hálfleikur var og fá þeir hrós fyrir dugnaðinn sem þeir sýndu í þeim seinni,” sagði Jói Kalli aðspurður hvort 5-3 hafi verið sanngjörn úrslit. „Við hleyptum Blikunum í það sem þeir vilja gera, við vorum alltof opnir á svæðum milli varnar og miðju. Við löguðum það í seinni hálfleik og voru mikil framför á gæðum og vinnusemi strákanna.” Jói Kalli skammaði Davíð Þór Viðarsson og hans félaga í Pepsi Max stúkunni fyrir að tala um að deildin væri tvískipt. Nú hefur ÍA tapað þremur leikjum í röð allt á móti þessum efri liðum sem Jói talaði um. „Ég er bara að einbeita mér að því sem við erum að gera, við erum á þeim stað í okkar ferli að við trúum að við getum unnið öll lið í deildinni, það er vinna sem við höldum áfram með og ætlum að stefna að og get ég ekki verið að spá í því hvernig önnur lið eru að vinna hlutina hjá sér. Þetta er jöfn og skemmtilegt deild og ætlum við að fara áfram í bikarnum í næsta leik,” sagði Jói Kalli sem var brattur fyrir bikarleiknum á móti Val. Tryggvi Hrafn Haraldsson: Þurfum að rífa okkur í gang Tryggvi var eðlilega svekktur eftir 5-3 tap í kvöld. Honum fannst þetta vera sanngjörn úrslit vegna þess að Blikar voru frábærir í fyrri hálfleik. „Plássin sem þeir fengu var gjöf af okkur hálu, það var alltof langt á milli lína hjá okkur sem þeir nýttu vel og skiluðu fjórum mörkum. Jói Kalli sagði við okkur í hálfleik að fara rífa okkur í gang og byrja vinna sem lið ekki einstaklingar. Við settum okkur það markmið að vinna seinni hálfleikinn og byggja síðan ofan á það sem við gerðum en það var bara alls ekki nóg,” sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi var ánægður með karakter Skagaliðsins í seinni hálfleik þar sem þeir börðust meira og voru þéttari varnarlega. Nú er ÍA búið að tapa þremur leikjum í röð, Tryggvi talaði um að liðið þurfi að setjast niður saman og rífa sig í gang varnarlega sem byrjar frá fremsta manni til þess síðasta þar sem þeir eru að fá á sig alltof mikið af mörkum. Óskar Hrafn var sáttur í leikslok.vísir/bára Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já, okkur er létt. Það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA
Í kvöld var leikið í 9 umferð Pepsi Max deildarinnar. Á Kópavogsvelli fór fram leikur Breiðabliks og Skagamanna. Breiðablik hafði tapað þremur leikjum í röð og ÍA tveimur. Það var því ljóst að mikið væri undir fyrir bæði lið í leik kvöldsins. Það tók ekki nema tíu mínútur að fá fyrsta mark leiksins, Kristinn Steindórsson átti sendingu á Alexander Helga sem skaut í varnarmann en tók sitt eigið frákast og kom þar boltanum í netið. Það leið ekki á löngu þanga til Blikar voru aftur á ferðinni þar átti Gísli Eyjólfsson snildartakta þar sem hann lék Jón Gísla Eyland grátt gaf síðan á Kristinn sem skoraði laglega. Markahrókurinn Thomas Mikkelsen skoraði síðan þriðja mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu frá Höskuldi. Kristinn Steindórsson var síðan aftur á ferðinni þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Blika. Kwame Quee gerðist síðan brotlegur inn í teig þegar reif Viktor Jónsson niður og réttilega var dæmd vítaspyrna, Tryggvi Hrafn minnkaði þá muninn og stóðu þá leikar 4-1 í hálfleik. ÍA byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, eftir tæplega þriggja mínútna leik skoraði Hlynur Sævar Jónsson annað marka Skagamanna eftir góða hornspyrnu Tryggva. Breiðablik fékk síðan vítaspyrnu skömmu eftir mark Hlyns, Thomas Mikkelsen var örruggur sem fyrr á vítapunktinum. Viktor Jónsson skoraði síðan af harðfylgi þegar hann setti góða pressu á Anton Ara en Viktor þurfti að fara útaf eftir markið þar sem ökklinn hans bólgnaði allur upp eftir samstuðið við Anton Ara. Þó ÍA hafi minnkað muninn virtist botninn vera farinn úr þeirra leik og var orðið ljóst að stigin þrjú væru á leið í Kópavoginn. Lokatölur 5-3 í frábærum leik. Af hverju vann Breiðablik? Fyrri hálfleikur Blika var frábær í alla staði, sóknarlega voru þeir frábærir og sköpuðu sér fullt af færum sem skilaði sér í 4 mörkum. Hefði það ekki verið fyrir klaufaleg mistök Kwame Quee sem braut á Viktori inn í teig hefðu Blikarnir verðskuldað farið með hreint lak inn í hálfleikinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Steindórsson var frábær í liði Blika, hann skoraði tvö mjög góð mörk ásamt því að koma að fyrsta marki Blika. Gísli Eyjólfsson er leikmaður sem verður alltaf að vera í Blika liðinu, sóknaraðgerðir Blika fóru flest allar með beinum eða óbeinum hætti í gegnum hann og má þá nefna helst þegar hann lagði upp annað mark Breiðabliks með gabbhreyfingu á Jón Gísla sem sést varla á Íslandi. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍA sérstaklega í fyrri hálfleik var hræðilegur, þeir réðu ekkert við sóknarleik Blika og má þá nefna helst bakverðina báða Jón Gísla Eyland og Aron Kristófer Lárusson sem áttu í miklum vandræðum með hraða leikmenn Breiðabliks. Hvað er framundan? Fyrir verslunarmannahelgi spila bæði lið í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Breiðablik fær Gústa Gylfa og hans lærisveina í Gróttu á Kópavogsvöllinn næstkomandi fimmtudag og á föstudaginn fer Skaginn á Origo völlinn og mæta þar Valsmönnum. Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sitt lið í seinni hálfleik.vísir/bára Jóhannes Karl: Stoltur af dugnaðinum sem strákarnir sýndu í seinni hálfleik Hrafnkell Freyr Ágústsson einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Dr. Football greindi frá því rétt fyrir leik að Bjarki Steinn Bjarkason væri á leið í lið Venezia sem spilar í Seria B á Ítalíu. Jóhannes Karl gat ekki staðfest þær fréttir en útilokaði þó ekki á þær. „Þetta er svakalega skrítin tilfinning. Ég hef tekið þátt í fullt af fótboltaleikjum í gegnum tíðina, mér líður mjög illa en þó er ég líka stoltur af mínu liði hvernig þeir komu inn í erfiðar aðstæður sem þessi seinni hálfleikur var og fá þeir hrós fyrir dugnaðinn sem þeir sýndu í þeim seinni,” sagði Jói Kalli aðspurður hvort 5-3 hafi verið sanngjörn úrslit. „Við hleyptum Blikunum í það sem þeir vilja gera, við vorum alltof opnir á svæðum milli varnar og miðju. Við löguðum það í seinni hálfleik og voru mikil framför á gæðum og vinnusemi strákanna.” Jói Kalli skammaði Davíð Þór Viðarsson og hans félaga í Pepsi Max stúkunni fyrir að tala um að deildin væri tvískipt. Nú hefur ÍA tapað þremur leikjum í röð allt á móti þessum efri liðum sem Jói talaði um. „Ég er bara að einbeita mér að því sem við erum að gera, við erum á þeim stað í okkar ferli að við trúum að við getum unnið öll lið í deildinni, það er vinna sem við höldum áfram með og ætlum að stefna að og get ég ekki verið að spá í því hvernig önnur lið eru að vinna hlutina hjá sér. Þetta er jöfn og skemmtilegt deild og ætlum við að fara áfram í bikarnum í næsta leik,” sagði Jói Kalli sem var brattur fyrir bikarleiknum á móti Val. Tryggvi Hrafn Haraldsson: Þurfum að rífa okkur í gang Tryggvi var eðlilega svekktur eftir 5-3 tap í kvöld. Honum fannst þetta vera sanngjörn úrslit vegna þess að Blikar voru frábærir í fyrri hálfleik. „Plássin sem þeir fengu var gjöf af okkur hálu, það var alltof langt á milli lína hjá okkur sem þeir nýttu vel og skiluðu fjórum mörkum. Jói Kalli sagði við okkur í hálfleik að fara rífa okkur í gang og byrja vinna sem lið ekki einstaklingar. Við settum okkur það markmið að vinna seinni hálfleikinn og byggja síðan ofan á það sem við gerðum en það var bara alls ekki nóg,” sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi var ánægður með karakter Skagaliðsins í seinni hálfleik þar sem þeir börðust meira og voru þéttari varnarlega. Nú er ÍA búið að tapa þremur leikjum í röð, Tryggvi talaði um að liðið þurfi að setjast niður saman og rífa sig í gang varnarlega sem byrjar frá fremsta manni til þess síðasta þar sem þeir eru að fá á sig alltof mikið af mörkum. Óskar Hrafn var sáttur í leikslok.vísir/bára Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já, okkur er létt. Það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti