Dreifing á Ali og Bónus-kjúklingi hefur verið stöðvuð vegna gruns um salmonellu. Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingnum og er innköllun þegar hafin frá þeim verslunum sem fengu vöruna.
Samkvæmt orðsendingu frá Matvælastofnun var kjúklingurinn seldur í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum og Iceland. Neytendur sem keypt hafa kjúkling með neðangreindu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.
„Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldun kjúklinga, sem finna má á umbúðum. Steiki kjúklinginn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.“
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 215-20-25-1-01 og eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Ali og Bónus
Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
Rekjanleikanúmer/lotunúmer: 215-20-25-1-01
Dreifing: Bónus, Krónan, Fjarðarkaup, Iceland
Síðasti notkunardagur 28.07.20 - 30.07.20