Í athugun hvort grípa þurfi til hertari aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 12:22 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. ARNAR HALLDÓRSSON Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34
Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44
Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00