„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 13:21 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa. Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa.
Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira