Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 13:40 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness 23. júlí. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan kærði stjúpson sinn fyrir kynferðisbrot þremur dögum eftir að hann var lagður inn á geðdeild vegna andlegra veikinda af völdum sambands þeirra. Konan var síðar sjálf ákærð fyrir kynferðisbrot gegn piltinum og rangar sakargiftir. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness 23. júlí en var birtur á vef dómstólanna í dag. Konan var ákærð fyrir að hafa átt í kynferðissambandi við „sambúðarbarn sitt“, líkt og það er orðað í ákæru, frá september 2015 til apríl 2017 er pilturinn var 16 og 17 ára. Konan og pilturinn eru sögð hafa margsinnis haft samræði á heimili þeirra. Konan var einnig ákærð fyrir rangar sakargiftir með því að hafa lagt fram ranga kæru hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og reynt að koma því til leiðar að pilturinn yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa „ítrekað nauðgað henni og áreitt hana kynferðislega“ á áðurnefndu tímabili. Þetta hafi leitt til þess að lögregla hóf rannsókn á máli gegn piltinum og hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Pilturinn krafðist þess jafnframt að konan yrði dæmd til að greiða honum 700 þúsund krónur í miskabætur. Komst upp um sambandið 2017 Aðdragandi málsins er rakinn í dómi héraðsdóms. Þar segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu mánuðina sem þá fóru í hönd en í október 2017 komst upp um kynferðissamband þeirra. Það hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. Í september 2018 hætti lögregla rannsókn málsins. „gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum muhaha“ Konan lýsti því fyrir dómi að pilturinn hefði fljótlega eftir að hann flutti inn á heimilið orðið „nánast eini vinur“ hennar. Þau hefðu varið miklum tíma saman. Þá lýsti hún fyrstu samförum þeirra sem nauðgun af hálfu piltsins og hið sama hafi oft gerst síðan; að hún hafi vaknað við að pilturinn væri að káfa á henni og hann svo nauðgað henni. Þá bar dómurinn undir konuna samskipti hennar og piltsins frá ágúst 2016. Þar sagði konan við piltinn að þau ætli að „gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum muhaha“ og pilturinn svaraði því játandi. Konan kvaðst þarna hafa verið að reyna að vera „góð og eðlileg“. Þá vissi hún ekki nákvæmlega hvað hún hafi átt við í umræddum skilaboðum, ef til vill að þau „gætu farið að baka“. Einnig voru borin undir konuna ítrekuð samskipti hennar og piltsins á Facebook um knús, kúr og nudd. Konan sagðist fyrir dómi eiga mjög erfitt með að svara skilaboðum sem þessum og ekki geta sagt nei. Varð ástfanginn af stjúpmóður sinni Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Þá hafi það verið afar sárt að heyra til föður síns og stjúpmóður stunda kynlíf. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu, m.a. með hliðsjón af framburði vitna og vottorði geðlæknis um andlegt ástand piltsins, að konan hefði gerst sek um kynferðisbrot gegn piltinum. Hún var að endingu sakfelld fyrir kynferðisbrot, sem og að hafa borið rangar sakargiftir á piltinn. Hæfileg refsing var ákveðin fangelsisvist í tvö ár og níu mánuði, auk þess sem konunni var gert að greiða piltinum 700 þúsund krónur í málskostnað og tæpar þrjár milljónir í sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjaness í heild. Dómstólar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan kærði stjúpson sinn fyrir kynferðisbrot þremur dögum eftir að hann var lagður inn á geðdeild vegna andlegra veikinda af völdum sambands þeirra. Konan var síðar sjálf ákærð fyrir kynferðisbrot gegn piltinum og rangar sakargiftir. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness 23. júlí en var birtur á vef dómstólanna í dag. Konan var ákærð fyrir að hafa átt í kynferðissambandi við „sambúðarbarn sitt“, líkt og það er orðað í ákæru, frá september 2015 til apríl 2017 er pilturinn var 16 og 17 ára. Konan og pilturinn eru sögð hafa margsinnis haft samræði á heimili þeirra. Konan var einnig ákærð fyrir rangar sakargiftir með því að hafa lagt fram ranga kæru hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og reynt að koma því til leiðar að pilturinn yrði sakaður um eða dæmdur fyrir að hafa „ítrekað nauðgað henni og áreitt hana kynferðislega“ á áðurnefndu tímabili. Þetta hafi leitt til þess að lögregla hóf rannsókn á máli gegn piltinum og hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Pilturinn krafðist þess jafnframt að konan yrði dæmd til að greiða honum 700 þúsund krónur í miskabætur. Komst upp um sambandið 2017 Aðdragandi málsins er rakinn í dómi héraðsdóms. Þar segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu mánuðina sem þá fóru í hönd en í október 2017 komst upp um kynferðissamband þeirra. Það hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. Í september 2018 hætti lögregla rannsókn málsins. „gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum muhaha“ Konan lýsti því fyrir dómi að pilturinn hefði fljótlega eftir að hann flutti inn á heimilið orðið „nánast eini vinur“ hennar. Þau hefðu varið miklum tíma saman. Þá lýsti hún fyrstu samförum þeirra sem nauðgun af hálfu piltsins og hið sama hafi oft gerst síðan; að hún hafi vaknað við að pilturinn væri að káfa á henni og hann svo nauðgað henni. Þá bar dómurinn undir konuna samskipti hennar og piltsins frá ágúst 2016. Þar sagði konan við piltinn að þau ætli að „gera eitthvað skemmtilegt meðan pabbi er í skólanum muhaha“ og pilturinn svaraði því játandi. Konan kvaðst þarna hafa verið að reyna að vera „góð og eðlileg“. Þá vissi hún ekki nákvæmlega hvað hún hafi átt við í umræddum skilaboðum, ef til vill að þau „gætu farið að baka“. Einnig voru borin undir konuna ítrekuð samskipti hennar og piltsins á Facebook um knús, kúr og nudd. Konan sagðist fyrir dómi eiga mjög erfitt með að svara skilaboðum sem þessum og ekki geta sagt nei. Varð ástfanginn af stjúpmóður sinni Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Þá hafi það verið afar sárt að heyra til föður síns og stjúpmóður stunda kynlíf. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu, m.a. með hliðsjón af framburði vitna og vottorði geðlæknis um andlegt ástand piltsins, að konan hefði gerst sek um kynferðisbrot gegn piltinum. Hún var að endingu sakfelld fyrir kynferðisbrot, sem og að hafa borið rangar sakargiftir á piltinn. Hæfileg refsing var ákveðin fangelsisvist í tvö ár og níu mánuði, auk þess sem konunni var gert að greiða piltinum 700 þúsund krónur í málskostnað og tæpar þrjár milljónir í sakarkostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjaness í heild.
Dómstólar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira