Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 17:29 Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Icelandair Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira