Klopp valinn besti þjálfarinn | Vakti Sir Alex Ferguson um miðja nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:00 Klopp virðist hafa skemmt sér ágætlega kvöldið sem Liverpool varð Englandsmeistari. Paul Ellis/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira
Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var valinn þjálfari ársina á Englandi í gær eins og Vísir greindi frá. Þjálfarar allra liða í Englandi, sem eru í deildarkeppni þar að segja, hafa kosningarétt og hafa úrslitin oftar en ekki komið á óvart. Til að mynda vann Chris Wilder - þjálfari Sheffield United - þau á síðustu leiktíð og var hann í öðru sæti í ár. Liverpool - sem voru einnig frábærir á síðasta tímabili - voru nær óstöðvandi framan af þessu tímabili og var það enginn annar en goðsögnin Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United og af mörgum talinn besti þjálfari allra tíma - sem tilkynnti Klopp það að hann hefði unnið verðlaunin. Raunar er það svo að verðlaunin sem Klopp fékk eru nefnd í höfuðið á Sir Alex. Það er ljóst að þeir tveir eiga ágætis skap saman en Klopp vakti víst Ferguson, sem er orðinn 78 ára gamall, um miðja nótt til að tilkynna honum að Liverpool væru orðnir Englandsmeistarar. „Sigurvegarinn er að sjálfsögðu Jurgen Klopp. Það er talað um Leeds United og þau 16 ár sem þeir voru í Championship (B-deildinni). Það eru 30 ár síðan Liverpool vann deildina og þeir áttu það fyllilega skilið. Frammistaðan hjá liðinu þínu var mögnuð, persónuleiki þinn skín í gegnum allt félagið og þetta var frábær frammistaða.“ „Ég fyrirgef þér fyrir að vekja mig klukkan hálf fjögur um nóttina til að segja mér að þú hafir unnið deildina, takk fyrir. En þú áttir þetta skilið, til hamingju,“ sagði Sir Alex Ferguson að lokum. I ll forgive you for waking me up at half three in the morning to tell that you d won the League Just Alex Ferguson announcing Jürgen Klopp as the LMA Manager of the Year pic.twitter.com/9OdMwMoO73— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 27, 2020 „Ég er mjög ánægður að vinna hinn magnaða Sir Alex Ferguson-bikar, verðlaun sem eru nefnd í höfuðið á manninum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit það er ekki viðeigandi að segja þetta sem þjálfari Liverpool en ég ber gífurlega virðingu fyrir honum. Hann var fyrsti breski þjálfarinn sem ég hitti, það er langt síðan og ég veit ekki hvort hann muni eftir því en ég mun aldrei gleyma því fyrir mér var þetta eins og að hitta páfann,“ sagði Klopp er hann tók við verðlaununum. „Það er sérstakt að vinna þessi verðlaun því það erum við þjálfararnir sem kjósum hver á þau skilið.“ „Ég er hér út af þjálfarateymi mínu. Ég er allt í lagi þjálfari en það er teymið mitt sem er sérstakt og ég elska að vinna með þeim,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira
Klopp, Bielsa og Emma best Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld. 27. júlí 2020 19:04