Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 10:23 Lögreglumaður kemur fyrir vegartálma í borginni Da Nang. AP/Trinh Quoc Dung/VNA Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira