Táragasi verið beitt minnst fjórum sinnum frá lýðveldisstofnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2020 21:00 Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Lögreglan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri
Lögreglan Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent